spot_img
HomeFréttir23 leikmanna æfingahópur landsliðsins æfði með nýjum þjálfara

23 leikmanna æfingahópur landsliðsins æfði með nýjum þjálfara

Kvennalandslið Íslands var með æfingabúðir nú í sumar til æfingabúða fyrir komandi verkefni. Æfingar voru nokkuð stífar hjá hópnum, þar sem æft var í 11 skipti á 12 dögum frá 12. til 23. ágúst.

Um var að ræða fyrsta æfingahóp nýs þjálfara liðsins Pekka Salminen, en honum til halds og trausts með liðið eru til aðstoðar Ólafur Jónas Sigurðarson, Emil Barja og Daníel Andri Halldórsson.

Um var að ræða 23 leikmanna hóp, sem sjá má hér fyrir neðan, en næsta verkefni liðsins er undankeppni heimsmeistaramótsins í nóvember þar sem liðið mætir Serbíu og Portúgal.

Æfingarhópur landsliðsins

Agnes María Svansdóttir
Anna Ingunn Svandsdóttir
Ásta Júlía Grímsdóttir
Berglind Katla Hlynsdóttir
Danielle Rodriguez
Diljá Ögn Lárusdóttir
Dzana Crnac
Elísabeth Ýr Ægisdóttir
Emma Theódórsson
Dagbjört Dögg Karlsdóttir
Eva Wium Elíasdóttir
Hanna Þráinsdóttir
Helena Rafnsdóttir
Hulda María Agnarsdóttir
Kolbrún María Ármanssdóttir
Rebekka Rut Steingrímsdóttir
Rósa Björk Pétursdóttir
Sara Líf Boama
Sara Rún Hinriksdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir
Þóra Kristín Jónsdóttir
Þóranna Kika Hodge-Carr

Einnig mættu þær Birna Benónýsdóttir, Emma Sóldís Svansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir en gátu ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Fréttir
- Auglýsing -