spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Það var ekkert langt í tárin þegar maður heyrði í þjóðsöngnum bakvið...

Það var ekkert langt í tárin þegar maður heyrði í þjóðsöngnum bakvið sig

Ísland hóf leik á lokamóti EuroBasket í gær með leik gegn Ísrael í Katowice í Póllandi. Þrátt fyrir góða frammistöðu framan af leik náði íslenska liðið ekki í sigur, en þeir voru lengst af á milli 10 og 15 stiga undir í seinni hálfleiknum.

Það er stutt á milli á móti sem þessu. Í dag fengu öll liðin í Katowice frídag áður en þau leika svo næst á morgun, en þá mun Ísland mæta Belgíu kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Karfan kom við á blaðamannafundi í dag og ræddi við Hilmar Smára Henningsson um hvernig það væri að vera búinn með fyrsta leikinn á stórmóti og stuðninginn við liðið.

Fréttir
- Auglýsing -