Heimamenn í Póllandi unnu sterkan sigur gegn Slóveníu í lokaleik dagsins í riðil Íslands á lokamóti EuroBasket í Katowice, 95-105.
Það voru því Pólland, Frakkland og Ísrael sem unnu leiki dagsins á meðan Slóvenía, Belgía og Ísland eru enn án sigurs eftir fyrsta dag mótsins.
Jordan Loyd var besti leikmaður Póllands í leiknum í kvöld, með 32 stig, en honum næstur var Mateusz Ponitka með 23 stig og 7 fráköst.
Stjarna Slóveníu Luka Doncic reyndi hvað hann gat í kvöld, endaði með 34 stig, 4 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þá bætti Edo Muric við 17 stigum.
Öll fá liðin frí á morgun, en á laugardag eru aftur þrír leikir. Þar mætir Ísland liði Belgíu, Frakkland og Slóvenía eigast við og Pólland tekur á móti Ísrael.



