Ísland mátti þola tap í sínum fyrsta leik gegn Ísrael í dag á lokamóti EuroBasket 2025, 83-71.
Leikurinn var sá fyrsti á mótinu hjá báðum liðum, en í riðil Íslands mætast seinna í dag lið Frakklands og Belgíu og svo mætir Pólland liði Slóveníu.
Hér fyrir neðan eru einkunnir leikmanna Íslands úr leik dagsins.
Einkunnir Íslands gegn Ísrael
Martin Hermannsson – 5
Komst ekki í gang í þessum leik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að koma boltanum ofan í körfuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varð passífur þegar leið á leikinn sem er ekki eitthvað sem við viljum sjá gerast. Liðið þarf á Martin að halda, þetta getur ekki verið svona.
Elvar már Friðriksson – 8
Byrjaði mjög sterkt en dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hélt uppi háu tempói framan ef en missti dampinn. Var í vandræðum varnarlega á körflum.
Tryggvi Hlinason – 8 – Maður leiksins
Lét dómarana fara í taugarnar á sér þegar villur voru dæmdar á hann fyrir litlar sakir þegar stjörnur Ísrael en sérstaklega Sorkin fóru illa með hann á köflum í leiknum, dró hann langt út og setti skot yfir hann. Tryggvi náði sjálfur að búa sér til nokkrar stöður með fínum árangri.
Jón Axel Guðmundsson – 7
Alltaf barátta í Jóni Axel, sérstaklega í vörninni en skotin voru heilt yfir ekki að detta. Ekki neitt sérstaklega að kvarta yfir Jóni í dag en maður hefði viljað sjá aðeins meira af honum.
Orri Gunnarsson – 8
Setti nokkur opin skot og virtist líða nokkuð vel inni á vellinum. Var ekki að gefa mikið af sér nema í þessum fáu skotum en stóð svosem fyrir sínu.
Ægir Þór Steinarsson – 6
Komst ekki í takt við leikinn. Reyndi að keyra upp hraðann aðeins með litlum árangri og skotin duttu ekki. Alltaf tilbúinn að taka á því varnarlega en það gekk ekkert sérstaklega vel.
Kristinn Pálsson – 7
Kristinn er alltaf skeinuhættur þegar hann fær opin skot og setti þau eins og venjulega í dag. Bætti ekki miklu við fyrir utan það.
Styrmir Snær Þrastarson – 8
Mikil orka í Styrmi. 8 stig á tólf mínútum og íþróttamennska sem liðinu vantar stundum sárlega.
Hilmar Henningsson – N/A
Spilaði alls ekki nóg en negldi niður nokkrum skotum.
Sigtryggur Arnar Björnsson – 6
Komst lítið í takt við leikinn á fáum mínútum.
Kári Jónsson – Spilaði ekki nóg
Almar Atlason – Spilaði ekki nóg



