Lokamót EuroBasket 2025 rúllaði af stað í gær með leikjum í Tampere í Finnlandi og Limasol á Kýpur.
Merkilegastur leikja í gær fyrir okkur Norðurlandabúa var líklega leikur Finnlands gegn grönnum sínum frá Svíþjóð.
Finnland hafði þar nokkuð sterkan þriggja stiga sigur, 93-90, í leik þar sem Lauri Markkanen var stórbrotinn fyrir heimamenn með 28 stig og 6 fráköst. Að sama skapi átti Ludvig Hakanson einnig stórleik, fyrir Svíþjóð, 28 stig og 5 stoðsendingar.



