Fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins Peter Öqvist hefur tekið við starfi framkvæmdarstjóra sænska körfuknattleikssambandsins.
Peter ætti að vera íslenskum stuðningsmönnum kunnur, en hann þjálfaði karlalandslið Íslands áður en Craig Pedersen núverandi þjálfari tók við, 2011 til 2013. Þá hefur hann einnig þjálfað í heimalandinu Svíþjóð, þar sem hann meðal annars gerði Sundsvall Dragons að meisturum, en þá hefur hann einnig þjálfað yngri landslið þar í landi.



