Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 með leik gegn Ísrael kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Íslands er mættur til Póllands og söfnuðust þeir saman í miðbæ borgarinnar í morgun til þess að stilla saman strengi sína fyrir leikinn.
Búist er við um 2000 íslenskum stuðningsmönnum á leik dagsins gegn Ísrael og má því gera því skóna að liðið verði vel stutt gegn gífurlega sterku liði Ísrael.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem KKÍ birti í morgun frá Mariacka göngugötunni í Katowice.



