FIBA heldur úti virkum samfélagsmiðlum á meðan móti EuroBasket mótinu stendur þar sem aðdáendur fá allskonar fróðleik og skemmtiefni tengt mótinu.
Eitt af því sem FIBA gerir er að fá aðdáendur til þess að velja sigurvegara í völdum leikjum dagsins.
Sé litið til leikja dagsins í riðil Íslands er búist við erfiðum leikjum fyrir heimamenn í Póllandi gegn Slóveníu og fyrir Belgíu í gegn Frakklandi í síðasta leik dagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.
Ekki er spá stuðningsmanna kunngjörð fyrir leik Íslands gegn Ísrael, en sé litið til þeirra stuðla sem Lengjan gefur fyrir leikinn er Ísrael talið sigurstranglegri aðilinn. Þar er stuðullinn á Ísland 4.38 á móti 1.18 hjá Ísrael.




