Íslenska landsliðið er mætt aftur á EuroBasket eftir átta ára bið og mun liðið leika fyrsta leik sinn á mótinu gegn Ísrael kl. 12:00 í dag að íslenskum tíma eða 14:00 í Póllandi.
Mikið af stuðningsmönnum eru mættir til Katowice og hefur KKÍ skipulagt daginn fyrir stuðningsmenn eins og hér segir.
Opið verður á Íslensingabörunum Greenpoint og Piwiarnia Mariacka á aðal göngugötu borgarinnar þar sem stuðningsmenn ætla að hittast kl. 11:00.
Þaðan verður rölt saman að Spodek höllinni kl. 12:30 og verið á Fan Zone fram að leik sem rúllar af stað kl. 14:00 á pólskum tíma.



