spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLykilleikmaður framlengir í Breiðholti

Lykilleikmaður framlengir í Breiðholti

Zarko Jukić hefur framlengt samning sinn við ÍR fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.

Zarko er danskur að uppruna og kom til ÍR 2023. Síðan þá hefur hann verið lykilmaður hjá liðinu og var mikilvægur fyrir þá er þeir tryggðu sig aftur í deild þeirra bestu 2024. Hann er einnig danskur landsliðsmaður og hefur þetta sumarið verið að leika með þeim í undankeppni HM.

Borche Ilievski, þjálfari ÍR, segir í tilkynningu „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að halda Zarko. Hann kemur með orku, kraft og stöðugleika í liðið og er alltaf tilbúinn að leggja sig hundrað prósent fram. Hann hefur reynslu sem nýtist ungu leikmönnunum okkar og það er mikilvægur þáttur fyrir liðið að hafa hann áfram.“

Fréttir
- Auglýsing -