Næst er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Alba Berlin í Þýskalandi, Martin Hermannssyni.
Martin hefur að sjálfsögðu verið burðarás í íslenska liðinu á síðustu árum og gert garðinn frægan í efstu deildum Þýskalands, Spánar og EuroLeague. Í dag mun Martin fara fyrir íslenska liðinu í fyrsta leik þeirra á lokamóti EuroBasket 2025, en mótið er það þriðja sem Martin leikur á, þar sem hann var hluti af íslenska liðinu sem lék á EuroBasket 2015 og 2017.
1. Nafn? Martin Hermannsson
2. Aldur? Verð 31 árs þann 16. september næstkomandi.
3. Hjúskaparstaða? Giftur
4. Uppeldisfélag? Stórveldið, KR.
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þau eru mörg, Íslandsmeistaratitillinn 2014, bikarmeistaratitillinn í Þýskalandi, Þýskalandsmeistaratitillinn, þau skipti sem við tryggðum okkur á Eurobasket og dagurinn þegar ég skrifaði undir hjá Valencia.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem að stendur upp úr. Það á ennþá eftir að koma…
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Anna Margrét Hermannsdóttir
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Þeir eru ansi margir góðir, en Luke Sikma stendur upp úr.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já, alltof mikið, en það hefur minnkað með aldrinum. Þarf alltaf að reima skónna út á vellinum, gera sömu “drippl” rútínuna fyrir leik og hitta úr ákveðið mörgum skotum.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Er mikil alæta á tónlist, en Dire Straits eru í miklu uppáhaldi þessa stundina.
11. Uppáhalds drykkur? Vatn eða sódavatn.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Aito Garcia Reneses og Craig Pedersen.
13. Ef þú mættir fá einn íslenskan leikmann í þitt lið, hver væri það? Elvar Már Friðriksson
14. Í hvað skóm spilar þú? Ég skipti reglulega um, en Kobe 4-5 og 6 eru í uppáhaldi.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Vesturbærinn og uppí sumarbústað í Grímsnesinu.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? LA Lakers
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór Stefánsson
19. Sturluð staðreynd um þig? Geri allt með vinstri nema þegar kemur að því að kasta bolta.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Keppa 5 á 5
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun og að labba í gegnum kerfi.
22. Hvaða þrjá leikmenn úr landsliðinu tækir þú með þér á eyðieyju? Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Hauk Helga Pálsson.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fótbolta og Golfi.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Bayern Munchen og Val.



