spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er ísraelska liðið sem Ísland mætir kl. 12:00 í dag

Þetta er ísraelska liðið sem Ísland mætir kl. 12:00 í dag

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á lokamóti EuroBasket 2025 er gegn Ísrael kl. 12:00 í dag í fyrsta leik liðanna.

Á dögunum tilkynnti ísraelska sambandið og þjálfari liðsins Ariel Beit Halachmi hvaða 12 leikmenn það verða sem eru í liði þeirra á mótinu, en liðið skipa Deni Avdija, Ethan Burg, Tomer Ginat, Nimrod Levi, Yam Madar, Rafi Menco, Khadeen Carrington, Guy Palatin, Itay Segev, Roman Sorkin, Bar Timor, Yovel Zoosman.

Allir leikmanna liðsins leika í heimalandinu Ísrael fyrir utan lykilleikmann þeirra Deni Avdija sem hefur gert gífurlega vel í sterkustu deild í heimi NBA deildinni á síðustu árum, en á þeirri síðustu skilaði hann 17 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir Portland Trail Blazers.

Ásamt því að leika í nokkuð sterkri ísraelskri deild eru sex leikmanna liðsins á mála hjá Hapoel Tel Aviv þar í landi, en þeir hafa einnig leikið í sterkustu deild Evrópu EuroLeague síðustu ár. Reyndar eru 10 af 12 leikmönnum liðsins frá tveimur liðum í Ísrael, Tel Aviv og Jerusalem. Hinir tveir áðurnefndur Deni sem spilar í NBA deildinni og Ethan Burg sem leikur fyrir Bnei Herzeliya í Ísrael.

Líkt og margar þjóðir keppninnar er Ísrael með kana í sínu liði, hinn 29 ára gamla Khadeen Carrington, en hann leikur fyrir Hapoel Jerusalem í Ísrael. Khadeen var fæddur á Trínidad & Tóbagó, ólst upp í Bandaríkjunum og hóf að leika í Evrópu 2018. Síðan þá hefur hann leikið fyrir nokkur lið, en hefur verið í Jerúsalem síðan 2022.

Í aðdraganda mótsins vann Ísrael þrjá æfingaleiki gegn Grikklandi, Georgíu og Kýpur, en þurft að láta í minni pokann í tvígang gegn Eistlandi og Svartfjallalandi.

Leikur dagsins hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu RÚV.

Fréttir
- Auglýsing -