spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Fer yfir 100 leiki á lokamótinu

Fer yfir 100 leiki á lokamótinu

Ísland hefur leik á lokamóti EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.

Skipulagi samkvæmt mun Ísland leika fimm leiki í riðlakeppni mótsins í Katowice gegn Frakklandi, Slóveníu, Póllandi, Belgíu og Ísrael. Til þess að Ísland leiki fleiri leiki á mótinu þurfa þeir að vera í efstu fjórum sætum riðilsins, eða að öllu eðlilegu vinna tvo þessara leikja. Þá mun liðið halda áfram og leika í sextán liða úrslitum mótsins sem fram fara í höfuðborg Lettlands, Riga.

Líklegt verður að þykja að leikmaður liðsins Ægir Þór Steinarsson taki þátt í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni, en hann er ekki aðeins fyrirliði Íslands, heldur einnig reynslumesti leikmaður þeirra með 96 leiki að baki fyrir mótið. Lokamótið það þriðja sem Ægir tekur þátt í, en áður var hann hluti af íslenska liðinu er það fór til Berlínar 2015 og Helsinki 2017.

Fari svo hann leiki alla leikina fyrir Ísland mun Ægir brjóta 100 leikja múrinn í leiknum gegn Slóveníu komandi þriðjudag 2. september og vera svo með 101 leik að riðlakeppni lokinni eftir leikinn gegn Frakklandi 4. september. Þannig mun hann færast upp fyrir tvo leikmenn, Hörð Axel Vilhjálmsson sem er með 96 leiki að baki og Jón Arnór Stefánsson sem er með 100 leiki slétta.

Ægir mun því að öllu eðlilegu vera 14. leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi eftir þetta lokamót, en nokkuð langt er upp þessi síðustu sæti listans, þar sem í efsta sæti situr Guðmundur Bragason með 169 leiki.

Fréttir
- Auglýsing -