Ísland hefur leik á lokamóti EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.
Karfan kom við á fyrstu æfingu liðsins á leikstað, Spodek höllinni og ræddi við Jón Axel Guðmundsson um eftirvæntinguna fyrir mótinu og álag á leikmenn á meðan móti stendur.
Einnig svarar Jón spurningunni hvort hann eigi eftir að gera tilkall í leikjamet föðurs síns Guðmundar Bragasonar, sem lék 169 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1987 til 2003, en ferill Jóns með landsliðinu hófst 2017 og hefur hann leikið 40 leiki fyrir liðið.



