Ísland hefur leik á lokamóti EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.
Karfan kom við á opnum blaðamannafundi liðsins í dag og ræddi við framherja liðsins Orra Gunnarsson um stærra hlutverk hans í fjarveru Hauks Helga Pálssonar, hvernig ferðalagið hafi gengið til Póllands og hverjar væntingar hans séu fyrir þessu fyrsta lokamóti hans.



