Ísland fór upp um eitt sæti á kraftröðun FIBA fyrir lokamót EuroBasket 2025, en listinn var birtur í morgun.
Áður hafði Ísland verið í 22. sæti röðunnarinnar, en eftir frammistöðu þeirra gegn Litháen á dögunum er liðið í sæti númer 21. Í rökstuðningi segir í greininni ,,Þeir gátu ekkert gert gegn framherjaliði Litháa um daginn, en það voru nokkrir jákvæðir punktar fyrir Ísland, sérstaklega í sókninni, þar sem sex menn enduðu með yfir 10 stig. Að vinna fyrsta sigurinn á Evrópumótinu verður ekki auðvelt verkefni, en það kemur ekki á óvart ef það gerist með því að Ísland skori 90 stig eða fleiri í stað þess að halda andstæðingnum undir 70 stigum.”
Sem áður er Serbía í efsta sæti listans, Þýskaland í öðru og Frakkland því þriðja. Upp um fjögur sæti eftir vasklega framgöngu í æfingaleikjum er Grikkland svo í fjórða sætinu og Litháen fellur niður um eitt sæti og er nú í því fimmta.
Hérna er hægt að skoða kraftröðun FIBA
Fyrsti leikur Íslands á EuroBasket er komandi fimmtudag 28. september gegn Ísrael.



