Íslenska landsliðið heldur undirbúningi sínum áfram fyrir lokamót EuroBasket sem fer af komandi fimmtudag 28. ágúst með leik gegn Ísrael í Katowice í Póllandi.
Í dag ferðast liðið frá Litháen til Katowice, en það hefur verið við æfingar í Vilníus síðustu daga. Liður í þessum undirbúningi liðsins var æfingaleikur gegn sterku liði heimamanna síðasta föstudag, en þrátt fyrir góða spretti í honum laut Ísland í lægra haldi gegn heimamönnum, 96-83.
FIBA heldur utan um æfingaleiki allra liða sem fara á lokamótið og sé litið til riðils Íslands sést að liði Frakklands hefur gengið best af liðunum sex í æfingaleikjum. Frakkland hefur unnið alla fimm æfingaleiki sína, síðustu þrjá gegn sterkum þjóðum, Grikklandi síðast og gegn Spáni í tvígang þar á undan.
Næstir á eftir þeim eru Ísrael og Pólland með þrjá sigra, en Ísrael betra hlutfall þar sem þeir hafa leikið tveimur æfingaleikjum færri heldur en Pólland. Ísland, Slóvenía og Belgía hafa svo öll unnið einn æfingaleik hvert, en þar er Ísland ofar, einnig vegna fjölda leikja.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á síðunni okkar. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun vafraköku.
Þessi vefsíða notar vafrakökur
Vefsíður geyma vafrakökur til að auka virkni og sérsníða upplifun þína. Þú getur stjórnað stillingum þínum, en að loka fyrir sumar vafrakökur getur haft áhrif á afköst og þjónustu síðunnar.
Essential cookies enable basic functions and are necessary for the proper function of the website.
Name
Description
Duration
Cookie Preferences
This cookie is used to store the user's cookie consent preferences.
30 days
Statistics cookies collect information anonymously. This information helps us understand how visitors use our website.
Marketing cookies are used to follow visitors to websites. The intention is to show ads that are relevant and engaging to the individual user.