spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÆgir Þór opnar sig um meiðsli Hauks Helga ,,Maður þarf bara að...

Ægir Þór opnar sig um meiðsli Hauks Helga ,,Maður þarf bara að fá að tala mjög dramatískt um þetta”

Fyrirliði Íslands Ægir Þór Steinarsson var gestur í síðustu upptöku af Trúnó með Valla, en upptakan var gerð í Litháen þar sem íslenska liðið er á lokametrum undirbúning síns fyrir Lokamót EuroBasket 2025 sem rúllar af stað seinna í vikunni í Póllandi.

Þeir félagar Valli og Ægir fara yfir víðan völl í upptökunni, væntingar fyrir mótið, hvert hlutverk fyrirliðans er og hversu mikilvægt að er að fjölskyldan hjálpi til fyrir landsliðsmenn.

Eitt af því sem rætt er eru meiðsli lykilmanns liðsins Hauks Helga Pálssonar sem missir af mótinu sökum meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum í æfingaleik gegn Portúgal. Þar fékk hann högg í hálsinn sem varð þess valdandi að hann þarf að fara í aðgerð komandi þriðjudag.

Haukur fyrst og síðast verið einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins þessi síðustu tíu ár, stigahæsti leikmaður Íslands á EuroBasket og hluti af öllum þremur liðunum sem unnu sér inn þátttöku á lokamóti síðustu rúmu tíu ár, en þá er hann einnig einn besti vinur Ægis.

Segir Ægir ,,Þegar hann fær þessar upplýsinga um þetta hafi gerst á æfingunni. Þú sérð hann labba út á miðju. Maður sér það á augunum á honum og hvernig hann ber sig. Þú bara trúir ekki að þetta sé niðurstaðan”

Enn frekar segir Ægir að það sé erfitt að gera sér í hugarlund hvernig Hauki líði með þetta, að þetta sé ógeðslega leiðinlegt og að það sé stórt skarð sem liðið þurfi að fylla upp í og bætir við ,,Maður þarf bara að fá að tala mjög dramatískt um þetta. Þetta er ógeðslega leiðinlegt”

Segir hann einnig að hann voni að Haukur fái að koma og vera með liðinu í Póllandi þar sem nærvera hans með þessu liði skipti miklu máli, en vegna meiðslanna sem hann varð fyrir þarf hann að fá grænt ljós frá læknum til þess að fá að ferðast áður en hann kemur til móts við liðið.

Trúnó með Valla er aðgengilegt hér fyrir neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafni Körfunnar

Fréttir
- Auglýsing -