ÍA hefur samið við Darnell Cowart fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Darnell er 203 cm bandarískur framherji/miðherji sem kemur til nýliða ÍA frá KB Peja í Kósovó þar sem hann lék einnig með þeim í FIBA Europe Cup. Þá hefur hann einnig leikið á Spáni síðan hann lék með Murray State í bandaríska háskólaboltanum 2018-20.



