Íslenska landsliðið kom til Litháen seint í gær til lokaundirbúnings fyrir lokamót EuroBasket 2025.
Ísland mun í dag mæta heimamönnum í Litháen kl. 16:30 að íslenskum tíma í síðasta æfingaleik sínum fyrir mótið, en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Hérna er meira um leik dagsins
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í morgun og ræddi við leikmann liðsins Almar Orra Atlason. Almar Orri kom inn í lið Íslands aftur í gær eftir að hafa verið síðasti leikmaðurinn sem var skilinn eftir. Eins og hann fer yfir í viðtalinu voru síðustu dagar því skiljanlega nokkur rússíbani fyrir leikmanninn unga, sem kominn var til Bandaríkjanna í frí með fjölskyldunni þegar kallið kom.
Mynd / Jón Gauti Hannesson



