Tveir leikur fóru fram í 12. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Í Smáranum tóku heimakonur á móti Snæfell.
Gangur leiksins
Eftir að leikurinn hafði verið jafn fyrstu fimm mínútur sigu Blikar hægt og rólega framúr. Breiðablik hafði tögl og haldir á leiknum en Hólmarar hleyptu blikum aldrei langt framúr. Staðan í hálfleik var 52-46 fyrir Breiðablik.
Snæfell var alltaf í skugganum á Blikum allt þar til síðustu fimm mínútum leiksins þar sem Breiðablik gerði endanlega útum leikinn. Lokastaðan 93-76 fyrir Breiðablik.
Atkvæðamestar
Ísabella Ósk Sigurðardóttir var algjörlega óstöðvandi í liði Blika í kvöld. Hún endaði með 21 stig, 28! fráköst, þar af 12 sónarfráköst og 4 varin skot. Einnig var hún með prýðisskotnýtingu. Jessica Kay var með 22 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar.
Hjá Hólmurum var Haiden Palmer með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir var með 17 stig og 11 fráköt.
Hvað næst?
Breiðablik er í 6 sæti deildarinnar í svokölluðu einskins manns landi þar sem langt er í báðar áttir. Næsti leikur liðsins er gegn Val næsta miðvikudagskvöld.
Snæfell er áfram í næstneðsta sæti með 4 stig. Liðið er í fallbaráttu við KR og mega ekkert gefa eftir í þeirri baráttu. Næsti leikur er gegn Fjölni.



