Breiðablik hefur samið við Hákon Hilmir Arnarsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Hákon Hilmir er 19 ára gamall og að upplagi úr Breiðablik, en hann kemur nú aftur til þeirra frá Þór Akureyri þar sem hann hefur verið síðustu tímabil. Með þeim hóf hann að leika fyrir meistaraflokk tímabilið 2022-23. Þá hefur hann verið í æfingahópum yngri landsliða á síðustu árum.



