Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.
Í dag mátti liðið þola tap í öðrum leiknum sínum á mótinu gegn heimastúlkum í Tyrklandi, 59-84.
Stigahæstar fyrir Ísland í leiknum voru Berglind Katla Hlynsdóttir með 19 stig og Sigrún Sól Brjánsdóttir með 14 stig.
Íslenska liðið hefur því unnið einn leik og tapað einum á mótinu, en næst leika þær gegn Sviss á morgun.
Upptaka af leiknum



