spot_img
HomeFréttirStórkostlegur leikur Berglindar í fyrsta leik Evrópumótsins í Tyrklandi

Stórkostlegur leikur Berglindar í fyrsta leik Evrópumótsins í Tyrklandi

Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.

Fyrsta leik mótsins vann liðið nokkuð örugglega ní í kvöld gegn Írlandi, 48-84.

Berglind Katla Hlynsdóttir stórkostleg fyrir Ísland í leiknum með 27 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar, 7 stolna bolta og 38 framlagsstig. Henni næstar voru Arna Rún Eyþórsdóttir með 10 stig og Sigrún Sól Brjánsdóttir með 9 stig.

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er á morgun kl. 15:00 að íslenskum tíma gegn heimastúlkum í Tyrklandi.

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -