spot_img
HomeFréttirÆfði með Klay Thompson

Æfði með Klay Thompson

Tómas Valur Þrastarson leikmaður Washington State í bandaríska háskólaboltanum er á fullu með liði sínu þessa dagana að æfa fyrir sitt annað tímabil með liðinu.

Seint í sumar fór liðið í æfingaferð til Evrópu eins og margir stærri háskólar gera, sem og hefur undirbúningur fyrir tímabilið staðið yfir á heimavelli liðsins í Pullman borg Washington ríkis Bandaríkjanna.

Líklega frægasti fyrrum leikmaður liðsins leikmaður Dallas Mavericks í NBA deildinni Klay Thompson kom við á dögunum til þess að æfa með liðinu, en hann var leikmaður þeirra á árunum 2008 til 2011 og var treyja han hengd upp í rjáfur í höll þeirra 2020.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunni sem birtar voru á Instagram reikning skólans.

Fréttir
- Auglýsing -