KKÍ kynnti rétt í þessu hvaða 12 leikmenn það verða sem fara á lokamót EuroBasket nú í loka mánaðar.
Á fimmtudag mun liðið halda til Vilníus í Litháen þar sem liðið mætir sterku liði heimamanna í Alytus degi seinna í lokaæfingaleik sínum fyrir mótið. Leikur föstudagsins er í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 16:30. Komandi mánudag mun liðið svo ferðast yfir til Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands er spilaður.
Fyrsti leikur í riðlakeppninni verður fimmtudaginn 28.ágúst og sá síðasti fimmtudaginn 4.september, 16 liða úrslitin og það sem eftir verður móts fer fram í Riga í Lettlandi og úrslitaleikur mótsins verður sunnudaginn 14.september.
Lokamót EuroBasket verður í beinni útsendingu á RÚV ásamt upphitun og Stofu fyrir og eftir leiki.
12 leikmanna hópur Íslands á EuroBasket
Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 78
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 79
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 24
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 39
Kári Jónsson – Valur – 39
Kristinn Pálsson – Valur – 41
Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 81
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 15
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 24
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 41
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 73
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 95
Þjálfarar / Starfsfólk liðs
Craig Pedersen þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari
Viðar Örn Hafsteinsson aðstoðarþjálfari
Gunnar Sverrisson liðsstjóri
Valdimar Halldórsson sjúkraþjálfari
Gunnar Már Másson íþrótta-og hreyfifræðingur
Björn Orri Hermannsson íþróttasálfræðiráðgjafi
Hallgrímur Kjartansson læknir



