spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar semja við Jordan

Keflvíkingar semja við Jordan

Keflvíkingar hafa samið við Jordan Williams fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Jordan er 203 cm breskur framherji/miðherji fæddur 1995 sem síðast lék fyrir Ploiesti í Rúmeníu, en hann hefur á 10 ára feril sem atvinnumaður leikið fyrir félög í Bretlandi, Belgíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Litháen, Frakklandi, Kanada, Kýpur og Rúmeníu.

Á ferli sínum hefur hann unnið til viðurkenninga, meðal annars verið valinn All-British BBL Domestic Player of the Year árið 2021, auk þess sem hann hefur verið fastamaður í breska landsliðinu á undanförnum árum.

Fréttir
- Auglýsing -