spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland upp um eitt sæti í kraftröðun FIBA fyrir EuroBasket

Ísland upp um eitt sæti í kraftröðun FIBA fyrir EuroBasket

Íslenska landsliðið fór upp um eitt sæti í kraftröðun FIBA fyrir lokamót EuroBasket 2025 og eru nú í 22. sætinu.

Í umsögn með íslenska liðinu segir vefmiðillinn að hefði íslenska liðið unnið fleiri æfingaleiki hefðu þeir mögulega færst upp á topp 20 listann, en naum töp þeirra í æfingaleikjum, með tveimur stigum gegn Póllandi og síðan fjórum stigum gegn Portúgal væru þó ekki alslæm.

Sem áður er Serbía í efsta sæti listans, Þýskaland í öðru og Frakkland í því þriðja. Þá er mótherji Íslands í lokaæfingaleiknum Litháen í fjórða sætinu og Lettland í því fimmta.

Sé litið til riðils Íslands í lokakeppninni er Ísland neðsta liðið í þessari kraftröðun í 22. sætinu. Frakkland er efst af liðunum í riðlinum í 3. sætinu, en hér fyrir neðan má sjá hvernig lið riðilsins raðast upp í þessari síðustu kraftröðun.

Kraftröðun FIBA fyrir lokamót EuroBasket 2025 – 18. ágúst:

3. Frakkland

10. Slóvenía

12. Ísrael

15. Pólland

19. Belgía

22. Ísland

Fréttir
- Auglýsing -