spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Slapp með skrekkinn

Slapp með skrekkinn

Luka Doncic stjarna slóvenska landsliðsins mun ekki vera mikið meiddur eftir atvik sem átti sér stað í æfingaleik gegn Lettlandi á dögunum.

Atvikið átti sér stað um miðjan þriðja leikhluta þar sem liðsfélaga hans var ýtt á hann með þeim afleiðingum að hann féll niður. Hægt er að sjá það hér fyrir neðan, en Luka þurfti að hverfa frá leiknum vegna þeirra. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að setja mark sitt á leikinn, hafði sett 26 stig, tekið 5 fráköst og gefið 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.

Samkvæmt heimildum mun hann þó ekki vera alvarlega meiddur eftir þetta og mun hann því halda áfram undirbúningi sínum með liðinu fyrir lokamót EuroBasket. Gera má því ráð fyrir hann verði klár þegar Slóvenía mætir Íslandi í Spodek höllinni í Katowice þann 2. september.

Fréttir
- Auglýsing -