Aukasendingin kom saman nú fyrir helgina til þess að fara yfir nokkur atriði tengdum íslenskum körfubolta.
Veigamest var umræða þáttarins um lokamót EuroBasket og ótímabæra spá Körfunnar fyrir Bónus deild karla.
Ótímabær spá Körfunnar er unnin af ritstjórn miðilsins, með tilliti til þeirra leikmanna sem bæði hafa samið við liðin nú í sumar sem og þá leikmenn sem voru til staðar hjá liðunum.
Hérna er hægt að hlusta á Aukasendinguna
Líklegast er fátt óvænt í uppröðun Körfunnar í spánni. Nýliðum deildarinnar Ármanni og ÍA er spáð aftur niður í fyrstu deildina, Þór Þorlákshöfn og Keflavík missa af úrslitakeppninni í 9. og 10. sætinu, Grindavík, Tindastóll, Stjarnan og Álftanes verða með heimavöll í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og verða það samkvæmt spánni Grindavík sem standa uppi með deildarmeistaratitilinn.

Grindvíkingar hafa gert afar vel á leikmannamarkaði sumarsins. Framlengja samninga sína við DeAndre Kane og Arnór Tristan Helgason ásamt því að semja við tvo af betri atvinnumönnum deildarinnar, Khalil Shabbaz úr Njarðvík og Jordan Semple úr Þór Þorlákshöfn. Í ofanálag sömdu þeir við nýjan aðstoðarþjálfara í KR-ingnum Helga Magnússyni, en hann hefur svo sannarlega reynsluna af því að vinna leiki.
Umræðuna um ótímabæra spá fyrir Bónus deild karla má hlusta í síðustu Aukasendingu og byrjar hún á tímasetningunni 27:30.
Ótímabær spá Körfunnar fyrir Bónus deild karla – 14. ágúst 2025
1. Grindavík
2. Tindastóll
3. Stjarnan
4. Álftanes
5. Valur
6. Njarðvík
7. KR
8. ÍR
9. Keflavík
10. Þór Þorlákshöfn
11. ÍA
12. Ármann



