Keflavík hefur samið við sex leikmenn fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Fimm þeirra eru yngri uppaldir leikmenn félagsins Nikola Orelj, Dagur Stefán Örvarsson, Daniel Eric Ottesen Clarke, Jakob Máni Magnússon, Viktor Magni Sigurðsson.
Þá samdi liðið við bakvörðinn Eyþór Lár Bárðarson, en hann er 22 ára leikmaður sem að upplagi er úr Tindastóli. Hann kemur þó til Keflavíkur frá Snæfell þar sem hann skilaði 8 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá var hann einnig á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Íslands.




