Grindavík hefur samið við Khalil Shabbaz um að leika fyrir liðið á komandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Khalil kemur til Grindavíkur frá Njarðvík þar sem hann skilaði 21 stigi, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.




