spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Hvaða leikmaður hefur sett flest stig fyrir Ísland á EuroBasket?

Hvaða leikmaður hefur sett flest stig fyrir Ísland á EuroBasket?

Íslenska landsliðið heldur undirbúningi sínum áfram fyrir lokamót EuroBasket sem fer af stað í lok mánaðar.

Í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma mun liðið mæta heimamönnum í Portúgal í næst síðasta æfingaleik sínum.

Lokamótið sem Ísland fer á nú í lok mánaðar er það þriðja á síðustu tíu árum. Fyrst fór liðið 2015 og síðan aftur tveimur árum seinna 2017. Ekki tókst liðinu að vinna leiki á þessum mótum, en voru þeir þó í hörkuleikjum gegn sterkum þjóðum í bæði skiptin. Helst má þar nefna leikinn gegn Tyrklandi í Berlín 2015 og leikinn gegn heimamönnum í Finnlandi árið 2017.

Eðlilega eru nokkrir leikmenn liðsins sem fer nú á lokamótið búnir að leika á öllum þremur lokamótunum, en sé litið til þess hóps sem Ísland hefur á að skipa nú fóru Haukur Helgi Pálsson Briem, Martin Hermannsson og Ægir Þór Steinarsson allir á mótin 2015 og 2017. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason voru svo báðir búnir að bætast í hópinn á mótinu 2017.

Sé litið til stigahæstu leikmanna íslenska liðsins á lokamótum EuroBasket er það Haukur Helgi sem skorað hefur mest, sett 123 stig í 10 leikjum. Af þeim leikmönnum sem í hópi Íslands eru fyrir þetta lokamót er Martin næstur á listanum í 4. sæti með 87 stig í 10 leikjum og í næstur þar á eftir er Tryggvi Snær Hlinason í 10. sætinu með 21 stig.

Hér fyrir neðan má sjá 10 stigahæstu leikmenn Íslands á lokamótum EuroBasket

SætiLeikmaðurLeikirStig
1.Haukur Pálsson10123
2.Jón Arnór Stefánsson10119
3.Hlynur Bæringsson1095
4.Martin Hermannsson1087
5.Horður Vilhjálmsson874
6.Logi Gunnarsson1052
7.Jakob Örn Sigurðarson542
8.Pavel Ermolinskij1037
9.Kristófer Acox535
10.Tryggvi Hlinason521
Fréttir
- Auglýsing -