spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSemur við lið í Þýskalandi

Semur við lið í Þýskalandi

Leikmaður Stjörnunnar Kolbrún María Ármannsdóttir hefur samið við TK Hannover Luchse í Þýskalandi fyrir komandi tímabil.

Kolbrún María er 17 ára gömul og hefur síðustu ár verið einn allra efnilegasti leikmaður landsins, burðarás í yngri landsliðum og einn besti ungi leikmaður Bónus deildarinnar. Þá hefur hún leikið fyrir A landslið Íslands.

Félagið er staðsett í Hannover borg Þýskalands og leikur í efstu deild, en á síðustu leiktíð endaði liðið í fimmta sæti deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -