Valur hefur samið við Hönnu Gróu Halldórsdóttur og Ásdísi Elvu Jónsdóttur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.
Báðar eru þær úr Keflavík. Hanna Gróa kemur þó til liðsins frá Þór Akureyri þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Þá hafa þær báðar verið í yngri landsliðum Íslands, Hanna með U18 nú síðast í sumar og Ásdís með U16 á síðasta ári.
,,Ég er ótrúlega spennt að fara inn í nýtt tímabil með Val og kynnast nýjum liðsfélögum. Mér líst mjög vel á Jamil sem þjálfara og held að hann geti hjálpað mér að verða betri leikmaður. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verkefni.” Segir Hanna.

„Ég vann með Jamil í sumar og mér líst vel á hann sem þjálfara og tel að hann geti hjálpað mér að verða betri leikmaður. Ég tel að Valur sé mjög góður kostur fyrir mig. Ég er spennt fyrir því að takast á við þetta verkefni og halda áfram að þróa leik minn. Að koma inn í nýtt lið og nýtt umhverfi er ótrúlega skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji, því ég tel að við sem lið getum gert góða hluti í vetur.“ Segir Ásdís í tilkynningu með félagaskiptunum.
„Ég er mjög ánægður að hafa fengið þessar tvær ungu og efnilegu leikmenn í hópinn okkar fyrir komandi tímabil. Þær munu ekki aðeins bæta breidd í liðið heldur einnig færa okkur eiginleika sem við þurfum. Ég hlakka til að hjálpa þeim að vaxa og þróast á tímabilinu.“ segir Jamil þjálfari liðsins.



