Skjarphéðinn Gunnlaugsson hefur samið við DST Factory á Spáni fyrir komandi leiktíð.
DST Factory er framhaldsskóli sem sérhæfir sig í þjálfun körfuknattleiks leikmanna og er staðsett í höfuðborg Spánar í Madríd. Skarphéðinn er 201 cm framherji sem lék fyrir Stjörnuna á síðustu leiktíð, en er að upplagi úr Val. Var hann í æfingahóp undir 16 ára liðs drengja fyrir verkefni þessa sumars.




