Þór Akureyri hefur samið við Emilie Ravn fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.
Emilie er 25 ára 175 cm danskur bakvörður sem kemur til Þórs frá SISU í heimalandinu, en þar skilaði hún 13 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá var hún á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Danmerkur.



