Grindvíkingar munu um miðjan september halda sterkt æfingamót fyrir Bónus deild kvenna þar sem ásamt þeirra liði munu mæta til leiks Íslandsmeistarar Hauka, Hamar/Þór og nýliðar KR.
Mótið verður haldið í Grindavík og mun félagið nýta tækifærið og heiðra minningu Ólafs Þórs Jóhannssonar og minnast alls þess sem hann gerði fyrir körfuboltann í Grindavík og á Íslandi öllu.
Dagskrá mótins er eftirfarandi og verða leikirnir í beinni útsendingu á Sýn Sport.
1. dagur – 11. september
Kl:17:30 Grindavík – Hamar/Þór
Kl:19:30 KR – Haukar
2. dagur – 13. september
Kl.15:30 Grindavík – KR
Kl.17:30 Hamar/Þór – Haukar
3. dagur – 15. september
Kl.17:30 Hamar/Þór – KR
Kl: 19:30 Grindavík – Haukar
*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar



