spot_img
HomeFréttirHérna er hægt að kjósa Benóní verðmætasta leikmann Evrópumótsins í Makedóníu

Hérna er hægt að kjósa Benóní verðmætasta leikmann Evrópumótsins í Makedóníu

Undir 16 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Makedóníu. Liðinu hefur gengið ágætlega á mótinu, hafa unnið tvo leiki og tapað þremur.

Að öðrum ólöstuðum hefur Benóní Stefan Andrason verið einn af betri leikmönnum liðsins á mótinu og hefur sem slíkur verið tilnefndur sem einn af verðmætustu leikmönnum þess. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hann, en í leikjunum hefur hann skilað 15 stigum, 11 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 stolnum boltum að meðaltali á tæpum 28 mínútum spiluðum í leik.

Hérna er hægt að kjósa Benóní

Fréttir
- Auglýsing -