spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaGwen Chappell-Muhammad ráðin þjálfari Vestra

Gwen Chappell-Muhammad ráðin þjálfari Vestra

KKD Vestra hefur ráðið Gwen Chappell-Muhammad sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil.

Gwen lék háskólakörfubolta með Tallahassee Community College, Brevard Community College og Florida Institute of Technology.

Þjálfaraferill hennar hófst árið 2013 sem aðstoðarþjálfari hjá Eastern Florida State College. Hún tók síðar við sem aðalþjálfari unglingaliða hjá Kissimmee YMCA.

Þess má geta að eiginmaður hennar, Brenton Muhammad, er þjálfari kvennaliðs Vestra í knattspyrnu.

Vestri leikur í 1. deild kvenna í vetur en félagið tók síðast þátt veturinn 2021-2022.

Fréttir
- Auglýsing -