Undir 16 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu.
Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum mótsins náði liðið loks í sigur í dag gegn Hollandi, 69-82.
Stigahæstir fyrir Ísland í dag voru Steinar Rafnarson og Benóní Andrason með 18 stig hvor. Þeim næstur var Jóhannes Hallgrímsson með 13 stig.
Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er á morgun þriðjudag gegn Kósovó.
Upptaka af leiknum



