spot_img

Semur á Akureyri

Þór Akureyri hefur samið við Luke Moyer fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Luke er 31 árs 186 cm bakvörður sem síðan hann kláraði háskólaferil sinn 2016 hefur leikið sem atvinnumaður fyrir félög í Gerogíu, Spáni, Kanada, Mexíkó, Portúgal og á Íslandi, en hér á landi hefur hann verið á mála hjá Njarðvík og nú síðast Skallagrími. Ásamt því að vera leikmaður meistaraflokks karla hjá Þór mun Luke taka að sér starf aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og þjálfun yngri flokka.

Fréttir
- Auglýsing -