Undir 16 ára drengjalið Íslands er komið til Skopje í Makedóníu þar sem þeir munu leika á Evrópumóti næstu daga.
Fyrir leik dagsins hafði lið Íslands tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Fyrst gegn Króatíu og síðan gegn Danmörku. Báðir voru þeir leikir þó nokkuð jafnir og spennandi og var liðið óheppið að ná ekki í sigur í öðrum hvorum.
Lukka íslenska liðsins batnaði ekki í dag er liðið beið fjögurra stiga ósigur gegn Úkraínu, 81-77. Heldur ekki ólíkt hinum leikjum mótsins gróf liðið sér óþarfa holu í leik dagsins, en þegar mest lét leiddi Úkraína með 17 stigum.
Stigahæstir fyrir Ísland í dag voru Benóní Andrason með 19 stig, Steinar Rafnarson með 17 stig og Daníel Snorrason með 11 stig.
Næst á liðið leik gegn Hollandi komandi mánudag 11. ágúst kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Upptaka af leiknum



