Keflavík hefur samið til tveggja ára við Jóhann Þór Ólafsson um að taka við liði þeirra í Bónus deild karla.
Jóhann tekur við starfinu af Daníel Guðna Guðmundssyni, sem samkvæmt heimildum þurfti að segja starfi sínu lausu vegna anna.

Jóhann Þór kemur til Keflavíkur frá Grindavík, þar sem hann hefur þjálfað við góðan orðstýr síðustu ár, en á þar síðasta tímabili fór hann með liðið í úrslit Bónus deildarinnar þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Val.
Ekki er ljóst hver tekur við starfi Jóhanns hjá Grindavík, en félagið réð Helga Má Magnússon sem aðstoðarþjálfara á dögunum.
Uppfært
Jóhann Þór er að sjálfsögðu að fara að gifta sig, en ekki taka við Keflavík. Fréttin var hluti af steggjun hans sem fram fer í dag. Þann 16. ágúst næstkomandi mun Jóhann ganga að eiga Sif Ragnarsdóttur við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju. Gestir munu svo færa sig yfir í nýtt íþróttahús Grindavíkur þar sem brúðkaupsveislan fer fram. Karfan vill nota tækifærið og fyrirfram óska Jóhanni og Sif til hamingju með daginn og ástina.




