A landslið karla mun nú í lok ágúst taka þátt í lokamóti EuroBasket 2025. Riðill Íslands er spilaður í Katowice í Póllandi, en ásamt Íslandi eru í honum Pólland, Slóvenía, Frakkland, Ísrael og Belgíga.
Liðið kom saman fyrir nokkrum vikum og hefur verið saman við æfingar á Íslandi ásamt því að hafa tekið þátt í fjögurra liða æfingamóti á Ítalíu. Fram að móti á liðið annað æfingamót eftir í Portúgal, þar sem einnig verða leiknir tveir leikir ásamt einum stökum æfingaleik gegn Litháen ytra eftir fram að móti.
Næstu æfingaleikir Íslands eru í Portúgal í næstu viku. Þar mun Ísland mæta heimamönnum þann 14. ágúst og liði Svíþjóð degi seinna. Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV 2.
Karfan kom við á æfingu liðsins á Álftanesi í gær og ræddi við Sigtrygg Arnar Björnsson leikmann Íslands um æfingaleikina úti á Ítalíu og næstu æfingaleiki sem eru úti í Portúgal í næstu viku.



