spot_img
HomeFréttirAtli og Eva í úrvalsliði Norðurlandamótsins - Berglind verðmætasti leikmaður mótsins

Atli og Eva í úrvalsliði Norðurlandamótsins – Berglind verðmætasti leikmaður mótsins

Undir 15 ára landslið Íslands unnu bæði til verðlauna á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í dag.

Drengirnir unnu til silfurverðlauna eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik gegn Þýskalandi, en stúlkurnar unnu gullverðlaun með öruggum sigri gegn Finnlandi í úrslitaleik.

Hérna er meira um leikina

Venju samkvæmt var valið í úrvalslið drengja- og stúlkna sem og verðmætasti leikmaður mótsins. Úr gullliði Íslands voru þar tveir leikmenn sem fengu þau einstaklingsverðlaun. Berglind Hlynsdóttir var bæði í úrvalsliði og valin verðmætasti leikmaður mótsins og þá var Eva Óladóttir einnig í úrvalsliði. Úr silfurliði undir 15 ára drengja var Atli Freyr Haraldsson Katrínarson svo valinn í úrvalslið mótsins.

Fréttir
- Auglýsing -