Undir 15 ára landslið Íslands unnu bæði til verðlauna á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í dag.
Drengirnir unnu til silfurverðlauna eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik gegn Þýskalandi, en stúlkurnar unnu gullverðlaun með öruggum sigri gegn Finnlandi í úrslitaleik.
Ava, Eva og Björk leikmenn liðsins ræddu við Körfuna eftir að gullið var í höfn í Kisakallio.



