spot_img
HomeFréttirGull og silfur í Kisakallio

Gull og silfur í Kisakallio

Undir 15 ára landslið Íslands unnu bæði til verðlauna á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í dag.

Stúlknalið Íslands lagði Finnland í úrslitaleik sínum og fóru þær því taplausar í gegnum mótið, 70-49. Stigahæst fyrir Ísland í úrslitaleiknum var Berglind Hlynsdóttir með 19 stig og Eva Óladóttir var henni næst með 16 stig.

Tölfræði leiks

Drengjalið Íslands sýndi einnig góða frammistöðu í úrslitaleik sínum gegn Þýskalandi, en þeir urðu að láta sér nægja annað sætið eftir að hafa tapað í framlengdum leik, 75-82. Stigahæstur fyrir Ísland í leiknum var Sindri Logason. Honum næstir voru Baltasar Hlynsson og Marínó Ómarsson með 13 stig hvor.

Tölfræði leiks

Ava, Eva og Björk eftir leik í Kisakallio
Fréttir
- Auglýsing -