spot_img
HomeFréttirTveir úrslitaleikir á dagskrá í dag á opna Norðurlandamótinu í Kisakallio

Tveir úrslitaleikir á dagskrá í dag á opna Norðurlandamótinu í Kisakallio

Undir 15 ára landslið Íslands héldu af landi brott til Finnlands síðustu helgi til þess að taka þátt í opnu Norðurlandamóti.

Báðum hefur liðunum gengið vel á mótinu. Drengirnir hafa unnið tvo, tapað einum og stúlkurnar hafa unnið alla þrjá leiki sína. Í dag munu liðin því bæði leika úrslitaleiki í lokaleikjum sínum á móti þessa árs. Stúlkurnar mæta heimastúlkum í Finnlandi og drengirnir leika gegn Þýskalandi.

Leikir mótsins verða í beinu vefstreymi hérna.

Hérna verður hægt að fylgjast með úrslitum og tölfræði úr leikjum mótsins.

Hérna má sjá undir 15 ára lið Íslands

Fréttir
- Auglýsing -