Undir 16 ára drengjalið Íslands er komið til Skopje í Makedóníu þar sem þeir munu leika á Evrópumóti næstu daga.
Ísland og Króatía eru með Danmörku, Kósóvó, Hollandi og Úkraínu í riðil.
Fyrsta leik mótsins tapaði Ísland ídag fyrir sterku liði Króatíu, 91-79, í leik sem var í járnum allt fram í fjórða leikhluta.
Stigahæstir fyrir Ísland í dag voru Steinar Rafnarson og Daníel Snorrason með 17 stig hvor. Þeim næstur var Benóní Andrason með 15 stig.
Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Danmörku á morgun.



